Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

MYNDIR

Ég á eitthvað af myndum frá kvöldinu. Spurning um að koma þeim hér inn...huhummmm ? :) Kveðja, Svava

Svava (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 13. jan. 2009

Gaman að skoða myndirnar

Mér finnst að við ættum allavega að halda síðunni opinni í einhvern tíma, meðan allir eru að skoða myndirnar og svona. Kveðja Anna Ey

Anna Ey (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. apr. 2008

doddý

þá er bara um að gera ...

.. að endurtaka leikin að ári og bjóða velkomna þá sem sjaldan hafa séð sér fært um að koma (hvað komu nú margir kennarar þetta sinn ?) ég bíð til veislu með íslensku ívafi og gubbufötu fyrir þá sem þora;) kv d

doddý, sun. 27. apr. 2008

Evert S

Leiðinlegur endir á góðu kvöldi

Mig langar að þakka fyrir frábært kvöld, en það leiðinlega var að kvöldið skyldi enda svona fljótt.

Evert S, fim. 24. apr. 2008

Takk fyrir síðast

Þetta var bara frábært kvöld sem leið allt of hratt. Kveðja Anna Ey.

Anna Ey (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. apr. 2008

Fjör var það maður...

Sæl öll. Takk fyrir frábæra kvöldstund. Ja ekki leiddist manni svo mikið er víst. Eins og venjulega hverfur kvöldið áður en það er byrjað. En þannig er það nú gjarnan þegar glatt er á hjalla. Skemmtilegt að skoða myndirnar og eflaust er þær mun fleiri sem eiga eftir að koma. Takk öll fyrir síðast. kv Gummi

Gummi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 22. apr. 2008

já ótrúlega gaman

Takk fyrir frábæra skemmtun, mikið var gaman að hitta ykkur öll og segi eins og Hulda, það væri gaman að fá myndir hingað inn frá kvöldinu. Kær kveðja Þyri

Þyri (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. apr. 2008

Bara Gaman

Nú vona ég að Davíð verði góður og hendi myndum frá þessu góða kvöldi hér inn. Kv úr eyjum Hulda

Hulda Sumarliðadottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. apr. 2008

og nú þegar ....

..... nýr dagur lítur dagsinsn ljós - HVERJUM LEIDDIST 'I GÆR? eeekki mér allavega ha? það var bara sjúklega skemmtilegt

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. apr. 2008

doddý

húsið mitt...

.. opnar klukkan fimm núllnúll og ykkur er öllum boðið. TAKA MEÐ SAUNGVATN handa mér;)

doddý, lau. 19. apr. 2008

Evert S

Stuð Stuð Stuð

júbb ég komst í hressilegt stuð í dag og verður það örugglega en virkt á morgun. Hlakka til að hitta ykkur, en hvenær opnar húsið?

Evert S, fös. 18. apr. 2008

doddý

ég náði loksins ....

... í vinkonu mína kolbrúnu sem ætlaði aaaldrei að koma - lille júdas - þykist vera fara eitthvað með einhverjum. ætli hún sé að fara í sömu ferðina og minn kæri vinur úr reykjanesbæ? kv d

doddý, fös. 18. apr. 2008

25 tímar

Júhú

Anna Ey (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. apr. 2008

Ég vildi svo

gjarnan koma en kemst því miður ekki. Þetta er alveg frábær síða, ég er búin að fara inná hana held ég á hverjum degi. Góða skemmtun annaðkvöld ég mun hugsa til ykkar. Gaman væri að sjá ehv.myndir frá kvöldinu á þessari síðu. Kv Guðrún P

Guðrún Pálsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. apr. 2008

53 klukkutímar

Jæja nú er hægt að fara að telja í klukkutímum. 53 tímar í að partýin byrji:) Anna Ey

Anna Ey (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. apr. 2008

Davíð Arnar Þórsson

DJ Bjarni Beat!

Diskurinn er tilbúinn dúd.

Davíð Arnar Þórsson, mið. 16. apr. 2008

kæri vinur..

..alltaf boðin og búin að hjálpa, hvað svo sem bjátar á. á ég þér ævinlegar þakkir. þinn vinur egon

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. apr. 2008

Bjarni V

Og koma svo stutt í partý látið nú vita af ykkur

Jæja þá styttist í laugardaginn, þið sem lesið þessa síðu vinsamlegast þá sýnið þá lágmarks tilitsemi og kurteisi og sendið Dóru og Jónínu eimail hvort þið komið endilega skráið ykkur kveðja nefndin

Bjarni V, þri. 15. apr. 2008

doddý

ég hef lítil viðbrögð fengið!!!!!!!!!!

ég man það núna!! það var aldrei tölvukennsla í s-bekknum, við vorum meira svona að læra að sitja kjur og koma í skólann á réttum tíma og svoleiðis;)

doddý, þri. 15. apr. 2008

Þyri, Helen, Fjóla og Hugborg í fyrirpartí

Við ætlum á rúntinn ;-). Byrjum líklega hjá Dóru og rennum við hjá Jónínu líka af því við vorum bæði í K og I bekkjum. Sjáumst, nú styttist óðum! Þyri

Þyri (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. apr. 2008

Davíð Arnar Þórsson

Myndirnar

Já hæ, ég var soldið lengi að koma þeim inn, smá mis hjá mér. Annars eru þetta að verða ansi gott safn hjá okkur, er það ekki bara? Rakst síðan á þetta safn á youtube fyrir þá sem geta ekki beðið: http://www.youtube.com/watch?v=TddFnTB_7IM

Davíð Arnar Þórsson, þri. 15. apr. 2008

AnnaEy

Ég mæti

var ég ekki örugglega með öruggt pláss hjá þér Jónína??:) Kveðja Anna Ey

AnnaEy, þri. 15. apr. 2008

Jæja.............

Halló...Hafnarfjörður. Það er að verða uppselt í fyrirpartýið hjá mér....fyrstir skrá sig fyrstir komast að :-):-) parýkveðja Jónína

Jónína (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. apr. 2008

Myndir

Hæhæ ..Davíð fékkstu myndirnar frá mér. Ég tók nefnilega áskorun frá Möggu og sendi nokkrar myndir frá Hollandi og úr skólanum. kv Eva

Eva (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. apr. 2008

doddý

HAAAAAAAAAAAAAAAAAALLLLLLLLLLL'O'O'O'O'O'O

vakna litlu límheilar - þeir sem ætla að koma í heimsókn til mín - gjöra svo vel að gera grein fyrir því STRAX!STRAX!STRAX! bestu vinarkveðjur d

doddý, mán. 14. apr. 2008

skemmtiskemmtiskemmtiskemmtilegt

fyrirpartý er möst og sjálfsagt að mæta - ég held að ég fari til jónínu;) kv d

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 11. apr. 2008

Það styttist í stóra daginn,

Jæja 8 dagar, um að gera að fara að láta vita í hvort partýið maður ætlar að mæta. Ég er orðin svo spennt að ég söngla " Í Öldutúni " stanslaust:) Hlakka HRIKALEGA til að hitta alla. Kveðja Anna Ey Duran fan

Anna Ey (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 11. apr. 2008

Fyrirpartý !!!!!

Sæl öll Nú er aðeins níu dagar í ríjúníonið ! Stóri dagurinn að bresta á eins flest okkar eru farin að kalla daginn enda hátíðarstund. Við eyddum jú saman nokkuð mörgum klst saman á uppvaxtarárunum og því af mörgu að taka í að rifja upp gamlar og góðar stundir... nostalgían í botni. Hárið verður síðara að aftan með hverjum deginum, Wham og Duran Duran diskarnir þandir í botn við litlar undirtektir þeirra yngri og einn aðili að spila Fun Boy Three. Ekki laust við að griflurnar skoppi niður úr efstu hillunni og Don Cano gallinn spretti upp í geymslunni. Maður bíður bara að eftir Mr. Puffins láti sjá sig. Síðustu rejúníon hafa verið frábær og kvöldið nánst búið áður en það byrjar. Því er ekki um annað að ræða en að lengja í þessu og hafa tvær heiðursdömur boðist til að halda partý áður. Partýin hefjast bæði kl 17 og verður annað hjá Jónínu úr J-inu, Engjavöllum 8, Hf og hitt verður hjá Dóru úr K-inu, Litlabæjarvör 25, Álftanesi. Boðið verður upp á dash af söng- og málgleðisvökva. Partýin eru ekki merkt e-m bekkjum heldur mætum við þangað sem við viljum mæta. Jónína og Dóra vilja að sjálfssögðu vita hvort þið ætlið að mæta til þeirra og því vil ég byðja ykkur um að senda viðkomandi póst því til staðfestingar. Jónína: joninar_2@hotmail.com Dóra hsj1@hi.is Við hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát í puffinins. Nefndin

Gummi (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 10. apr. 2008

°°°°°°°°°°°°°°

sá sem syngur eða spilar túnfisk heima hjá mér verður að gera það úti í bílskúr. það væri fínt að vita sirka hvað margir ætla að koma til mín. kv d

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. apr. 2008

Túnfiskar og minnimáttarkennd

Já hvað er þetta að úthúða Túnfiskunum svona?? Þið voruð okkur til sóma sem voruð í þessum blessaða sönghóp ;-). Ég á það oft til að syngja stakar línur úr laginu, svona til að koma mér í gott skap - styð það heilshugar að spila það, alla vega einu sinni!! Þyri

Þyri (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. apr. 2008

Ég styð það Hildur

Mig langar svooo að heyra í Túnfiskunum, þeir voru landi og þjóð til mikils sóma:)

Anna Ey (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. apr. 2008

doddý

tanfan

það væri gaman að fara hópur saman í brúnkusprey svo við verðum öll eins og eitthvað;) annars er ég með sólarofnæmi og er farin að halla mér meira að meikinu - eða svoleiðis. nú er ég búin að tengja plötuspilarann og ef einhverjir vilja koma með sína mjúsík þá er hægt að verða við því. túnfiskar og petsjoppbojs er ekki tekið með, munum eftir söngvatni en súra skapið heima..kv dóra

doddý, þri. 8. apr. 2008

Það styttist

Kolla er nú bara í Hafnarfirði, ég heyri stundum fréttir af henni, æ þið vitið maður þekkir mann etc... En nú styttist óðum í þennan magnaða hitting okkar og ekki laust við að maður sé að telja niður dagana. Annars var ég mun meiri Wham aðdáandi enda væmin mjög og sjálf með tanorexiu á háu stigi í kringum ferminguna. Hlakka til að sjá ykkur Þyri

Þyri (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 7. apr. 2008

Davíð Arnar Þórsson

Nýjar myndir

Skellti inn nýjum myndum frá ferðinni til Kempervennen og eitthvað undir ýmsar myndir. Endilega sendið mér myndir ef þið eruð með á tölvutæku. Og svo eru allar tillögur vel þegnar.

Davíð Arnar Þórsson, lau. 5. apr. 2008

doddý

HVAR ER KOLLA!

Hefur einhver séð kollu eða heyrt í henni? kv dóra

doddý, fös. 4. apr. 2008

Vá..

Það er bara gaman að skoða þessa síðu. Hlakka til að sjá ykkur. Kv Ragga.

ragnhildur (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 4. apr. 2008

hjúkk

ég sé að sumir hafa séð að sér! er ekkert annað sem ætti að vera komið í ruslið en túnfiskur í vatni? til dæmis bananarama? bæðevei eru ekki allir með heimabanka?

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. apr. 2008

Koma svo

Nú eru 8 af 47 búnir að greiða. Munið að það er fyrir lok dags á morgun. Gummi

Gummi (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. apr. 2008

Það er svo gaman.......

Ég get víst ekki falið mig bakvið neitt annað en ég var túnfiskur. En í guðana bænum...not on the playlist takk. En Fun Boy Three líst mér vel á Davíð. Bara nafnið er hallærislega fyndið. Gummi tún..dd.dls.

Gummi (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 3. apr. 2008

Davíð Arnar Þórsson

Okei okei

Droppum Öldutúni, sé það að ég hef náð að vekja upp kjánahroll dauðans :) Annars er ég sjálfur með einhvern 80s playlista með um 100 lögum frá þessum tíma (mínus Í Öldutúni), ótrúlegt hvað maður gat tjúttað við þetta.

Davíð Arnar Þórsson, fim. 3. apr. 2008

doddý

lhjglugljkh

ég er sko sammála, sammála, sammmmmmááááála klakanum. þegar ég flutti til ólafsvíkur þá var það fyrsta sem ég var spurð um - varstíessutúnfikareðaeikkvað? það var mér til lífs að geta sagt NEI! það var nógu erfitt að vera bara úr hafnarfirði. þið setjið þetta EKKI á pleilist -takk

doddý, mið. 2. apr. 2008

Davíð Arnar Þórsson

Duran vs. Wham

Það má ekki síðan gleyma hinni óviðjafnanlegu stórgrúbbu Fun Boy Three sem átti stórsmellinn The Lunatics (Have Taken Over the Asylum), og gátu varla slegið í gegn án þess að syngja með Bananarama. Spurning um að bæta þeim inn á playlistann? Annað, á einhver lagið "Í Öldutúni" svo ég geti skellt því hér inná síðuna?

Davíð Arnar Þórsson, mið. 2. apr. 2008

Duran Duran eru, voru og verða æði;)

En gaman að þú skulir hafa kíkt Friðrik Lunddal. Ég man sko alveg eftir þér;) Kveðja Anna Ey.

Anna Eyberg Hauksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. apr. 2008

veikan fót í vondum skó skó...

vamm var nú ekkert nema tveir athyglisjúkir tanoríusjúklingar. annar lenti í klóm réttvísinnar vegna ósiðlegs athæfis í almenningsgarði og af hinum hefur ekki spurts, guð veit hvers vegna ekki! herra geroge hafði í það mesta skemmtilegan fatasmekk - HAHA

DDóra (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 2. apr. 2008

Evert S

Never ending story

Duran Duran er svona eins og slæm never ending story

Evert S, mið. 2. apr. 2008

Evert S

Barnahljómsveitin 2D

Wham frekar en Duran duran jafnvel var Boy geroge betri en Duran Duran, en umfram allt Queen og Meat Loaf í smá bland við bítlana og ELvis.

Evert S, mið. 2. apr. 2008

doddý

RITDEILUR DURAN VS VAMM ENDURVAKTAR

mér er að dreyma illa!! þú hlýtur að vera í einhverju gríni núna,ha? EVERT EKKI VAMM! heldur DURAN!! DURAN! DURAN!DURAN! (eða var það handbolta eitthvað)? nóg um það, en ég man eftir þessum friðrik, held ég, en ekki nægilega sterk minning því miður.

doddý, þri. 1. apr. 2008

Evert S

SATT

Já Friðrik satt er það að þetta DURAN DURAN er frekar væmið WHAM rúlar

Evert S, þri. 1. apr. 2008

einn frá rvk

Vildi bara kasta á ykkur kveðju og óska ykkur góðrar skemmtunar. þó það séu hrikalega mörg ár síðan ég var í öldó þá er eins og ég hafi verið þar í gær svo sterk er minningin :):) Bestu kveðjur, Friðrik Lunddal Gestsson (sá ljóshærði í 6L fyrir neðan Magga mínum gamla venn ;) ps. Þegar Anna Ey minnist á Duran Duran er ég mættur í unglingavinnuna ... I love wham ..... :)

Friðrik Lunddal Gestsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 1. apr. 2008

Hár

Fyrst við erum að tala um hár þá verð ég að segja að ég væri alveg til í að mæta með klippingu eins og Magga var með, finnst hún einstaklega flott (ok, tekur mig rúm 20 ár að taka við mér). En til þess að gera það mögulegt þyrfti ég líklega að vera með síðara hár (of stuttur tími til söfnunar) og eiga sléttujárn(sem nb ég hef aldrei átt). Annars finnst mér athyglisvert þetta hár-fetish sem birtist hér á bloggsíðunni, kannski af því að við erum annað hvort öll að verða hárlaus og/eða litlaus? Hlakka til að hitta ykkur. Auður

Auður (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 31. mars 2008

til gumma

það er heppilegt að ég hafi aðgang að tölvu. það er lítið skrifað á þessa síðu nema það sé frá mér, til mín eða um mig (meira um hárið á mér) - og smaaaá frá baddafrænda, en alltaf gaman að hafa athyglina samt. meilið er hsj1@hi.is - fékk póst bæði í gær og í morgun í gegnum þetta svo þetta ætti að virka. kv dóra ( ef þú færð aftur villu þá gef ég þér meilið hjá manninum sem borgar alla reikninga hvort sem er)

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 31. mars 2008

Dóra ?

Dóra mig vantar email-ið þitt en ég fékk villu á það sem ég sendi í morgun. Gummi

Gummi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 31. mars 2008

Hehehehe lol

Dóra mín ég kem ekki þannig að ég þarf ekki að kyssa og knúsa liðið örugg vörn ;-)

magga (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 30. mars 2008

 Íris Ásdísardóttir

Íris.

Tónleikarnir voru æðislegir !! Simon var alveg jafnflottur....ef ekki bara flottari. :-)

Íris Ásdísardóttir, lau. 29. mars 2008

smitleiðir

kynnið ykkur varnir gegn smitsjúkdómum á vef landlæknisembættis, aldrei of varlega farið ;)

doddy (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 29. mars 2008

AnnaEy

Anna Ey ( Andy)

Hvernig fannst ykkur á Duran Duran tónleikunum? Ég skemmti mér allavega MJÖG vel. En reunionið stendur þó að við bloggum, við þurfum líka að kyssast og knúsast aðeins og það er ekki hægt á blogginu. Hlakka MIKIÐ til að hitta ykkur 19. apríl. Kveðja Anna Ey.

AnnaEy, fös. 28. mars 2008

doddý

hættum við þetta bara....

hey smá uppástunga... þar sem næstum allir eru með svona blogg og þannig (meira að segja ég líka) er ekki þörf fyrir svona ríjúníon, við djömmum bara á blogginu! ódýrt og öruggt. ha!?

doddý, fös. 28. mars 2008

dóra

hæ þyri, þá er ekki nema að nota tímann og venja sig við - byrja í dag með einum öl og bæta við 2-3 á næstu dögum og svo koll af kolli þar til þol hefur myndast, það er eins og þú segir nægur tími. jafnvel hægt að taka sér frí frá vinnu svo fullum árangri sé náð þegar súpan kemur á borðið. gott er að hafa við höndina magasýruhemjandi pillur, hákarl eða sammarín ef menn eru slappir í maga, fólki er ráðlagt að borða ekki fasta fæðu meðan á meðferð stendur til að seinka ekki tilætlaðri þolmyndun;):) og sjáðu til ef viljinn er nægur tekst vel til - því okkur badda hefur aldrei fallið orð af munni nema í algerri alvöru - hlakka til að hitta þig og aðra kv dóra (ogh örrruglega baddi líga)

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 27. mars 2008

Vá hvað þið eruð skemmtileg

Þvílík stemmning og ógeðslega gaman að lesa þetta rugl í ykkur ;-). Ég hlakka svoooo mikið til að hitta ykkur, mér finnst bara heldur langt í þetta og líklega verður spennufallið það mikið að maður verður sofnaður fram á borðið um kl 20:01 þegar kemur að þessu.... Alla vega hlakka til Þyri

Þyri (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. mars 2008

lille krullehovede .......

elsku baddi - ég á fullt af ógeðslega "góðri" tónlist, koddu bara í gallanum með plastpoka og inniskó við getum svo hringt í möggu ef hún fær símatíma ;)

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008

Bjarni V

PS

æææææ Ætli kannski að bruggtækin séu útrunnin hehehehe

Bjarni V, þri. 25. mars 2008

Bjarni V

Veitingar Hja Pabba

Hva veitingar þær verða bara í boði Pabba þíns Dóra mín sem verður stolið úr bruggbrúsum úr litla gamla brugggeymslu pabba þíns eins og var gert í gamla daga svo setjum við bara vatn í staðinn tekur varla eftir því núna finnst að hann gerði það ekki þá hehehehe bókaðu allavega tvo hér og gaman að sjá hvað þú ert orðin dönnuð frænka eins og þú varst reyndar alltaf hahahaha á ég að koma með einhverja klisjulega tónlist þegar við mætum rétt við bessastaði ? kveðja frá Spáni esta l´a vista babe kveðja Bjarni (baddi Disko)

Bjarni V, þri. 25. mars 2008

elsku bjarni minn

elsku baddi minn ég verð ekki vöknuð um hádegi - fínt að hafa eina eða fleiri íslenska (óháð öllum rasisma) en hvenær á að mæta í matinn? er ekki fíling að hittast 3 tímum áður? það er allavega sá tími sem tekur flesta að verða snar (hitt er annað mál hvort ekki verður boðið upp á einhverja ógeðslega "góða" bollu og þá þurfum við ekki nema 30 mínótur) við förum sem sagt ekki í heimsókn í skólann? eða var hugmynd að fara á skallanum þangað? er ekki í lagi með ykkur? þetta hefði mér ALDREI dottið í hug! aha - veit einhver hvort mínir gestir verða 50 eða 5 - ekki verra að hafa smá tilfinningu hve margir koma - ég get samt alveg drukkið allt ein sem til er;):) er að farast af spenningi kv dóra

þín dóra frænka (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 25. mars 2008

Bjarni V

Mæting

Eigum við að koma að hádegi í brunch og ´Skalt íslenskt brennivín þá verðum við komin á trúnó um 4 leitið og getum byrjað að troða dansgólfið fljótlega eftir mætingu á gaflinn og haldið svo áfram þar til daginn eftir þá þarf enginn að vakna með neitt fótspor á andliti er það ekki hehehehe

Bjarni V, mán. 24. mars 2008

dóra

trúnó immitt - það verður gaman;) búin að fá leyfi hjá manninum fyrir þessum fundi - hann verður að heiman á meðan (sko félagsfælin) en ég bæti það upp.

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. mars 2008

 Íris Ásdísardóttir

Íris.

Já og það má bara fara á trúnó við þá sem eru á sama flöskustigi.....svo enginn geri sig nú að fífli og vakni daginn eftir með fótspor á andlitinu :-)

Íris Ásdísardóttir, mán. 24. mars 2008

allir velkomnir

fólk kemur bara með sitt gutl og sturtar í sig, bara 4 bönn - ekki reykingar innandyra, ekkert gubb, engin leiðindi, EKKI SERIÓS HRINGI Í BLÓMAPOTTA!

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008

Bjarni V

Partý á Álftanesið og 80's er margt ennþá gott í dag

Hlakka til að sjá þig Einar með sítt að aftan, ekki slæm hugmynd Dóra partý á Álftanesið ekki langt frá Gaflinum jú ætlunin er að troðfylla maggasín með geisladiskum sem ég skrifa af allskonar 80's músik og svo þegar liðið er orðið komið í botninn á flöskunni þá staulast það kannski á dansgólfið með glymrandi 80´s diskói öskrandi iron maiden og u2 Freddy heitinn og hver veit nema að hinn geggjaði flamingó dansari enginn annar en kennarinn Hörður Hilmars mæti og rífi upp fjörið á dansgólfinu Allir á Álftanesið og tökum Ívar og Einar í gamla partý animal gírinn með okkur kveðja Bjarni Diskó

Bjarni V, sun. 23. mars 2008

sítt að aftan

eftir að ég frétti af þessu er ég búinn að vera að reyna að safna mjög stíft hár að aftan. Ég er að koma heim kvöldinu áður svo ég á toll. Hver ætlar að bjóða í party. Við Ívar erum klárir með Ipodinn fullann af lélégri músík sem við töldum að væri geðveik á sínum tíma. Eina sem ég bið um er 99 luftballons með Nenu. hehehehehhehe. Svo má allt ráðast. Er ekki bara að stuffa ipodinn og láta hann malla allt kvöldið með 80´s músík????? Hlakkar svakalega til að sjá ykkur. Kv Einar Lyng.

Einar Lyng (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008

dóra

fín hugmynd evert (í apríl;))- en! ég hef fengið nóg af að berjast við kulda og rigningu undir þakskeggi, enda eru sígaretturnar löööngu búnar og ég farin heim í kósí húsgögn og flatskjá - einnig með fjarstýringu á krakkann. það hlýtur einhver að eiga kofa sem fólk getur hist í, ég á heima í sveitinni ef vilji er fyrir því dóra

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 22. mars 2008

Evert S

??

Hvernig væri að hafa strand fyrir party í nýju verðandi baðstrandarsvæði hafnarfjarðar?

Evert S, lau. 22. mars 2008

dóra

heyriði - verður fyrirpartí hjá einhverjum? mér finnst það algjört möst;)

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008

Magga

Hey það eru komnar nýjar myndir inn frá mér geðveik tíska :#

Magga Sif (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008

dóra - magga eða dóra eða báðar

heeeeeyrrððu, og acdc og díó og DEEPPURPLE og svoleiðis - manstu hvað það var ÓGeðslega gaman - og með djúran djúran í hinni hendinni;) prins var líka kúl, nú er hann að fara í liðskipti á mjöðm - því hann er búin að dansa svo mikið og fara svo oft í splitt og spíkat.

dóra - magga eða dóra eða báðar (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. mars 2008

Magga

Halló Hafnarfjörður það má ekki gleyma Æskó tryllingnum með IRON MAIDEN sko ekki bara glansgallinn Doddy mín :)

Magga Mús (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. mars 2008

Jónína

Jahérna hér hvað ég hlakka til að hitta ykkur öll, þetta verður bara gaman.Ég hlakka geðveikt til að hlægja mig máttlausa af öllu því sem okkur datt í hug að gera og (ekki gera, þið vitið):)

Jónína Rósa (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. mars 2008

dóra

kúl að sýna draugamynd - hver framleiddi? bjarni - við munum öll eftir djúran djúran og frankí og sindý. er hægt að panta óskalög?

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. mars 2008

Gummi

Brother Louie maður var alger snilld ! Maður getur nú ekki annað en hlegið. Draugamyndin lifir en það eru orðin ansi mörg ár síðan ég skoðaði hana síðast. En í Öldutúni er nánast ósnert. Mætingin er nokkuð jöfn milli bekkja. Ég er með 9 bekkjar uppsetninguna I,M og S og er þá hlutfallslega besta mætingin úr S-inu. Í I-inu eru 17 af 29 skráðir, í M-inu eru 14 af 27 skráðir og í S-inu eru 11 af 18 skráðir. Svo þetta dreifist bara nokkuð jafnt. Þetta eru aðilar sem eru búnir að skrá sig í matinn. Svo koma vonandi e-r eftir matinn sem komist ekki fyrr. En Brother Louie maður.......he he.

Gummi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008

Evert S

Bíó

Ef ég man rétt voru það ekki bara túnfiskarnir, heldur var líka búin til draugamynd, verður hún ekki örugglega sýnd

Evert S, mán. 17. mars 2008

 Íris Ásdísardóttir

Íris.

Eða eitthvað með súkkulæðiköllunum sem sungu Brother Louie og Chery chery lady, já og ekki gleyma Maria Magdalena með Söndru :-)

Íris Ásdísardóttir, mán. 17. mars 2008

dóra

sammála g.t. - þó var þetta doldið fyndið á sínum tíma,:) má ég frekar biðja um limal, það muna allir eftir honum (mikill hlátur). er betri mæting í einum bekk en öðrum?

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008

Anna Eyberg

Hæ öll. Þetta verður bara gaman, en ég var einmitt búin að hlakka svo til að heyra "í Öldutúni" því að ég á ekki lengur spilara fyrir vínilplötur. En ég á plötuna að sjálfsögðu:)

Anna Eyberg (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008

Gummi Björns

Hæ hæ, komin alvöru umræður gang. Já það er ekki laust við að manni langi til að sjá þessu mynd ! Síðustu tölur eru 42 búnir að staðfesta svo þetta stefnir í fína mætingu. Við eru að slá á þráðinn þessa dagana til þeirr asem ekki hafa svarðað. Við verðum 50+/-. Bjarni ekki "Í Öldutúni" takk.

Gummi ST. (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008

dóra

ég bíð spennt eftir að sjá þessa fo..... mynd, þetta er mjög dularfullur tími til að slétta á sér hárið:) thí.

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008

Eva

Hæ hæ allir, hlakka til að sjá ykkur öll, veit að Svava ætlar að koma líka. Nú verð ég að fara að kíkja á mynda safnið og rifja upp gamla tíma :)

Eva (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. mars 2008

Bjarni V

gamli dj tekur til starfa

Auðvitað kallinn sjálfur dj Bjarni tekur sig til og rúllar nokkkuð mörgum gömlum lögum í spilarann og reynir svo að pumpa upp stemminguna seinna um kvöldið til að fá fólkið á dansgólfið hver mann td ekki eftir lögunum " það er svo gaman í Öldutúni ", Tell it to my heart , wild boys , girls just wanna have fun , sunday bloody sunday og fl " reyni að klikka ekki á þessu líst þér eitthvað á það ??

Bjarni V, lau. 15. mars 2008

 Íris Ásdísardóttir

Íris.

Dóra þessar myndir eru pottþétt síðan ´91......enda vorum við ekki orðnar svona fríðar fyrir það !!!! Ég, þú og Ruth systir vorum á leið eitthvert á djamm. Bjarni, veistu hver sér um tónlistina á ríjúníoninu??? .......bara forvitin, ég er ekki að bjóða mig fram :-)

Íris Ásdísardóttir, lau. 15. mars 2008

dóra

hej bjagni lille krullehoved, eigum við ekki að fara í svona fjölskylduferðalag til póllands, það er einhver kelling sem er alltaf að auglýsa dítox og allskonar útspúling, maður kemur víst heim eins og nýslegin og ferskur. svo -- það eru sléttujárn til sölu í massavís um þessar mundir í byggt og bramlað, það er sagt að svona sléttujárn fylgi fermingum og svoleiðis. það hefur engin sloppið í gegn án þeirra hingað til, svo eru líka til hin alræmdu VÖFFLUJÁRN fyrir þá sem hafa enn vilja, hef ekki séð millet úlpu, don kanó eða krumpugalla á markaði lengi:) jebb tísku hrakfarir fólks í gegnum tíðina eru misalvarlegar. - er kolla búin að skrá sig? ég get séð til þess að hún komi ef það er vandamál;) hilsen dóra

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. mars 2008

Bjarni V

Afvötnun

ég held að þú ættir að drífa þig í afvötnun með Möggu mín kæra frænka hehehe

Bjarni V, fös. 14. mars 2008

dóra

hei íris - ég held að þú hafir lánað mér umrætt sléttujárn um árið, litli drengurinn minn notar það núna í sinn myndarlega hártopp. en myndin er örugglega ekki frá ´91 heldur 85-87 eða eitthvað þannig. en drakk ég í alvörunni beilís?? annan skandal ætla ég að viðurkenna - ég er flokksbundin framsóknarflokknum og toppið þið það:) búin að ganga frá fríi til að hitta ykkur bæ dóra

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008

Bjarni V

fáum myndina í hús

Íris sendu mér myndina á e-mailið mitt af Dóru frænku minni hehehe

Bjarni V, fös. 14. mars 2008

 Íris Ásdísardóttir

Íris.

Það verður gaman að sjá ykkur!! Dóra mín, ég á mynd frá ´91 sem sannar það að þú yfirgafst pönkið til að geta drukkið Baileysh og slétt á þér hárið.....:-)

Íris Ásdísardóttir, fös. 14. mars 2008

Einn sem ætlar að reyna koma eftir matinn

Hrikalega er gaman að sjá þessar myndir. En ég er þáttakandi á sýningunni Verk og Vit með fyrirtæki mitt, sem sé mikið að gera, en ég ætla samt að reyna að kíkja á ykkur seinna um kvöldið. Kv. Elli tvíburi úr K bekknum.

Elías Ívarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. mars 2008

dóra

hey bjarni, tókstu þessa gestabóksmynd sjálfur? djö vel tekin. magga kemur ekki - látið ekki blekkjast, hún er að fara í meðferð eina ferðina en. ég kem þess í stað tvisvar. verð heima þar til og safna þreki. ekki efast ég um að flestar okkar skólamyndir sómi sér brilljant í americas next top model, við hin gröfum upp pönkgallan og hættum að baðast út mánuðinn. suðan í landagræjonum ætti að vera komin upp, bless á meðan. dóra

dóra (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. mars 2008

Félagsskítur

Hey hó allir var að enda við að tala við Bjarna og hann benti mér á þessa síðu (geðveik síða).Ég verð í háloftunum þann 19/4 á leið til Suður- Afríku þannig að ég kem ekki (aubvius)drekkiði ógeðslega mikið bara fyrir mig ;) Heils heils Magga mús (Maggy mey)

Magga Sif Sig (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. mars 2008

Evert S

Snild

Jamm eins og áður sagði eru þessar myndir bara snild, ef eitthvað er held ég að fegurð okkar vaxi með hverjum degi.

Evert S, mán. 10. mars 2008

Bjarni V

halló

Jæja hvernig finnst ykkur myndirnar eru við ekki alltaf jafn falleg hehehe

Bjarni V, mán. 10. mars 2008

36 skráðir

Í dag eru 36 skráðir.......koma svo !

Gummi St. (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 7. mars 2008

Öldutún 1971

Restin af myndunum

Jú, sorrí letina þetta kemur inn í dag

Öldutún 1971, fös. 7. mars 2008

Bjarni V

halló

Hey davíð á ekki að skella restinni af myndunum inn ? hehehe

Bjarni V, fim. 6. mars 2008

Enn meiri snilld

Frábært, þetta skapar frábæra stemmningu. Ég er alla vega búin að skrá mig, heyrði svo í Sigga og Fjólu og þau ættu líka að vera búin að skrá sig, ég hlakka ekkert smá til! Gaman.... Kær kveðja Þyri

Þyri Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008

Snilld

Snilldar myndir, ætli maður þurfi ekki að fara að grafa í myndabúnkanum og tengja skannan.

Evert Stefán Jensson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008

Bjarni V

nýjar myndir

Endilega kíkið bara fyndnar myndir um 30 stk sem ég og Áslaug vorum að senda inn hahahaha

Bjarni V, mið. 5. mars 2008

Þetta er að gera sig

....skráningum fer fjölgandi og nú er 35 skráðir. Margir að detta inn síðustu daga. Þetta verður hörku fjör. Þvlíkt gaman að skoða þessar myndir. KAFFI ! Guðmundur Stefán

Guðmundur Stefán Björnsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008

Davíð Arnar Þórsson

Þetta hlýtur að fara að koma...

... fólk fer að skrá sig hvað á hverju, ennþá 49 dagar í þetta. Ef þið eruð með myndir frá þessum tíma, Kempervennen eða eitthvað annað endilega sendið þær á davidarnar@gmail.com.

Davíð Arnar Þórsson, lau. 1. mars 2008

Bjarni V

heyheyhey

Ætlar fók ekkert að drífa sig að skrá sig

Bjarni V, fim. 28. feb. 2008

Um bloggið

Öldutún rijúníon árgangur 1971

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband